Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Lenya Rún varaþingmaður var lögð inn á Klepp viku eftir Silfrið: „Ég tek brjálæðiskast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þarna var ég í Silfrinu að rökræða við einhverja pólitíkusa um málefni líðandi stundar. Svo fer ég heim og tek eitthvað kast. Ég tek brjálæðiskast því ég var svo ótrúlega svöng og undir svo miklu álagi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata í einlægu viðtali í sjónvarpsþættinum Okkar á milli með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á RÚV í gær.

Lenya hefur glímt við átröskun frá árinu 2013. Hún segist hafa verið föst í því að vera fullkomin og vildi hafa stjórn á öllu í kringum sig. Hún tók ekki eftir því hvað hún var veik fyrr en viku fyrir innlögn á Klepp. Þar dvaldi hún í 8 vikur í meðferð við átröskun.

Þó að hún sé á góðum stað er hún meðvituð um að hún sé enn veik og átta vikna innlögn geri þannig séð lítið sem ekkert.„Það eina sem ég fékk út úr þessu er bara byrjunin á því að geta borðað aftur og tileinkað mér öðruvísi tæki og tól til að kljást við þessar erfiðu tilfinningar sem ég fæ stundum. En ég er samt sem áður skíthrædd við þetta, þetta er svo fín lína“.

Bætir við:

„Það er enginn fullkominn og það er ekki hægt að hafa stjórn á öllu, þannig er bara lífið. Ég var bara dottin í einhverja holu. Ég fann bara fyrir því að ég var að deyja. Það var alveg smá högg að átta sig á því.“

Lenya dregur ekkert undan og hvetur alla til að leita sér aðstoðar ef það glímir við veikindi; henni finnst mikilvægt að taka samtalið um geðræna sjúkdóma og hún ætlar að halda áfram að berjast fyrir geðheilbrigðismálum á Alþingi; heilmikið vanti enn upp á aðstöðuna á Kleppi og að það þurfi að gera mun betur:

- Auglýsing -

„Þetta eru algjör forréttindi og alls ekki sjálfsagður hlutur, að vera á lífi. Þess vegna langar mig líka að ítreka mikilvægi þess að leita sér hjálpar þegar fólk er að glíma við einhvers konar geðræn vandamál.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -