Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lenya Rún vill átak til að sporna við þróuninni meðal ungmenna: „Það þarf að skoða rót vandans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Varaþingmaður Pírata segir að nú þurfi að fara í átak og rannsaka vanlíðan hjá ungmennum á Íslandi.

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata, fór á minningarathöfn Bryndísar Klöru sem haldin var í fyrradag en hún lést á dögunum eftir hnífsstunguárás á Menningarnótt. Hún þekkti Bryndísi Klöru ekki en litli bróðir hennar var skólafélagi Bryndísar.

„Ég fór á minningarathöfn Bryndísar Klöru í gær. Ég þekkti hana ekki, en hún og litli bróðir minn voru skólafélagar bæði í grunnskóla og menntaskóla. Hún var í Salaskóla, sama skóla og við öll þrjú systkinin fórum í, og úr Salahverfinu, þar sem við ólumst einnig upp. Hverfi sem er almennt mjög rólegt og öruggt.“

Þannig hefst hjartnæm Facebook-færsla Lenyu Rúnu. Og svo lýsti hún sorginni sem blasti skiljanlega við henni í athöfninni.

„Ég táraðist um leið og ég settist niður, áður en tekið var til máls og áður en orð náðu að fanga hvernig mér leið. Ég táraðist því ég leit í kringum mig og sá svo mikið af börnum, börnum sem fylltu kirkjuna til að syrgja annað barn. Það að þörf hafi verið á minningarathöfn barns til að byrja með fannst mér svo ósanngjarnt. Ég sá foreldra annarra barna sem syrgðu, bæði vegna þess að Bryndís Klara endurspeglar fallegu og saklausu eiginleika ungmenna í samfélaginu en líka vegna þess að foreldrar sjá Bryndísi Klöru í börnunum sínum. Ég sá kennara sem kenndu mér í Salaskóla, sem syrgðu bæði sem kennarar og sem foreldrar, foreldrar sem bíða eftir að barnið sitt komi heim eftir flugeldasýninguna á menningarnótt í góðri trú um að ekkert slæmt gerist. Allt við þetta er svo ósanngjarnt og ég get ekki fundið orðin til að lýsa þessu.
Ég á ekki barn en ég get ímyndað mér að aðrir foreldrar skilgreini ekki orðin “öryggi” og “velferð” með sama hætti og þau gerðu fyrir menningarnótt.“

Því næst talar Lenya Rún um það hvað þurfi að gera til að bregðast við hinum nýja veruleika sem blasir við á Íslandi.

„Ég get þó fundið orðin til að lýsa mikilvægi þess að sporna við þessari þróun meðal ungmenna í íslensku samfélagi.
Nú þarf að fara í átak og kafa ofan í vanlíðan ungmenna á Íslandi, greina áhættuþætti sem ýta undir aukinn vopnaburð og hvað veldur hræðslu og vanlíðan meðal þeirra sem bera vopn. Ísland er að breytast og hefur breyst töluvert frá því ég var unglingur. Ég held það sé löngu tímabært að spyrja sig hvað veldur því að börn finna þörf fyrir vopnaburði og hvernig eigi að koma í veg fyrir slíka þörf til að byrja með. Það þarf að skoða rót vandans og hlúa að börnunum okkar frá ungum aldri, með alvöru aðgerðum sem snerta m.a. á félagslegum þáttum, andlegum þáttum og lifnaðarháttum, í því skyni að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir okkur öll. Fyrir Bryndísi Klöru.
Börnin eru framtíðin og með því að hlúa að börnunum okkar frá ungum aldri erum við að fjárfesta í framtíðinni okkar.
Hugur minn er hjá öllum fjölskyldumeðlimum, vinum og kunningjum Bryndísar Klöru.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -