Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata, fór á minningarathöfn Bryndísar Klöru sem haldin var í fyrradag en hún lést á dögunum eftir hnífsstunguárás á Menningarnótt. Hún þekkti Bryndísi Klöru ekki en litli bróðir hennar var skólafélagi Bryndísar.
„Ég fór á minningarathöfn Bryndísar Klöru í gær. Ég þekkti hana ekki, en hún og litli bróðir minn voru skólafélagar bæði í grunnskóla og menntaskóla. Hún var í Salaskóla, sama skóla og við öll þrjú systkinin fórum í, og úr Salahverfinu, þar sem við ólumst einnig upp. Hverfi sem er almennt mjög rólegt og öruggt.“
Þannig hefst hjartnæm Facebook-færsla Lenyu Rúnu. Og svo lýsti hún sorginni sem blasti skiljanlega við henni í athöfninni.
Því næst talar Lenya Rún um það hvað þurfi að gera til að bregðast við hinum nýja veruleika sem blasir við á Íslandi.