Lesendur Mannlífs vilja sjá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem næsta forseta Íslands en hún hlaut 25% atkvæða í könnun sem Mannlíf setti í gang í gær og lauk nú klukkan 13:00. Halla Hrund Logadóttir kom næst á eftir henni með tæp 15% atkvæða og Arnar Þór Jónsson lenti í þriðja sæti með 14% atkvæða en um þrjú þúsund manns tóku þátt í kosningunni.
Reynt var að skemma kosninguna á lokametrunum og reyndu netþrjótar að kjósa Arnar Þór Jónsson með siðlausum hætti en starfsmenn Mannlífs komu í veg fyrir að þau atkvæði hefðu áhrif á úrslitin. Arnari voru greidd 1000% fleiri atkvæði en mögulegt var miðað við lestrartölur á seinasta klukkutímanum.
Hægt er að skoða niðurstöðu úr könnuninni hér fyrir neðan