Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Svona léttist Svandís um 45 kíló: „Eina sem mig langaði í var súkkulaði, kökur, kex og sósur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hverju ári fjölgar í ræktinni í janúar, þar sem fólk vill að koma sér aftur í form eftir kræsingar og kósýheit yfir jólahátíðina. Margir hafa prófað nær allar þær leiðir sem til eru til að léttast, en ekkert dugað.

Í hópnum Iceland Carnivore Tribe-Kjötætur virðist Svandís nokkkur hafa fundið réttu leiðina og lést um ca. 45 kg. Því miður stóð árangurinn ekki lengi yfir því hún átti í vandræðum um jólin.

Svona lýsir Svandís aðferðinni:

„Er búin að vera á carnivore ca 95% síðan í ágúst 2019.

Búin að léttast um ca 45 kg og fá heilsuna aftur að mestu leyti.

Núna í desember ákvað ég að taka mánuð í að borða það sem mig langaði í yfir jólin.

- Auglýsing -

Það sem kom mér mest á óvart þegar ég hugsa til baka er að það eina sem mig langaði í var súkkulaði, kökur, kex og sósur.

Grænmeti og ávextir komu hvergi fram í mínum löngunum.

Fékk mér hvíta sósu og smá kartöflu með hangikjötinu og bakaða kartöflu með nautamörbráðinni á gamlársdag.

- Auglýsing -

Og bætti á mig 7 kg.“

Það er vandlifað í þessum heimi.

Carnivore mataræðið svokallaða er mataræði sem inniheldur aðeins kjöt, fisk og annan dýrafóður eins og egg og ákveðnar mjólkurvörur. Það útilokar öll önnur matvæli, þar á meðal ávexti, grænmeti, belgjurtir, korn, hnetur og fræ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -