Mikil gremja er byrjuð að myndast í hjörtum stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en rúmar sex vikur eru síðan Åge Hareide tilkynnti um að hann myndi hætta þjálfun liðsins. Ljóst var um leið að Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson yrðu ofarlega á blaði hjá KSÍ í leitinni að næsta landsliðsþjálfara.
Þrír menn voru að lokum boðaðir í viðtal hjá sambandinu og voru Freyr og Arnar tveir af þeim þremur sem fengu boð og vitað var að einn erlendur þjálfari hafi fengið boð um viðtal. Fullyrt var í mörgum fjölmiðlum á Norðurlöndum að Per Matthias Högmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, hafi verið boðaður í viðtal. Nú hefur verið greint frá því að norski þjálfarinn sé orðinn þjálfari Molde.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi svo frá því viðtali fyrr í dag að Högmo hafi alls ekki verið sá erlendi þjálfari sem KSÍ hafði sambandi við og ætlar að ekki að upplýsa um hver sá einstaklingur sé. Óhætt er að segja að Þorvaldur formaður sé ekki sami maður Þorvaldur þjálfari en sá síðarnefndi hræddist aldrei sannleikann og svaraði fjölmiðlum á hreinskilinn máta. Mögulega mun þjóðin komast að því hver þessi einstaklingur er seinna meir en eins og staðan er núna er þetta leyndarmál Þorvaldar …