Gestur Mannlífsins er söngkonan, útvarpskonan, fegurðardrottningin og þjóðargersemin Svanhildur Jakobsdóttir.
Í byrjun viðtalsins spurði Reynir Traustason Svanhildi hver leyndardómurinn á bakvið æskuljóma hennar væri og ekki stóð á svörum. „Ég er náttúrulega í sífelldri baráttu við þetta,“ sagði Svanhildur og skellti upp úr. „Nei, nei, ég veit ekkert um það, bara takk fyrir!“
Reynir spurði hana þá hvort hún væri með eitthvað ákveðið matarræði eða heilsurútínu sem hún nýtti sér eða hvort þetta sé bara náttúrulegt, að hún haldi æskuljómanum.
„Takk fyrir. Ég held að þetta sé bara eitthvað andlegt.“
Reynir: „Þú ert ekki að hafa neitt fyrir þessu, þú ert ekkert að hlaupa á hverjum morgni tíu kílómetra?“
Svanhildur: „Nei, nei, ekkert slíkt, ég nenni því ekki neitt. En hins vegar, þegar ég er erlendis hef ég farið í Pilates, byrjaði á því í sumar. Og ég held að það sé bara hið besta mál.“
Aðspurð hvort hún sé á einhverju sérfæði svarar Svanhildur því neitandi. „Nei, ég hef ekkert þurft að hugsa um svoleiðis. Hins vegar finnst mér einhvernveginn hollur matur, innan gæsalappa, vera betri en annar matur. Til dæmis er ég ekkert á kafi í kóka kóla eða svoleiðis drykkjum.“
Hægt er að hlusta á viðtalið við Svanhildi með því að kaupa áskrift hér.