Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Leyniupptökur ljóstra upp um vinagreiða og hrossakaup : „Allir aðrir verða brjálaðir yfir þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Bergmann, sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar þingmanns, staðhæfir í leynilegum upptökum manns sem þóttist vera erlendur fjárfestir, að Jón hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, gegn því að hann kæmist í aðstöðu til að veita Hvali hf veiðleyfi og tryggja þannig vini sínum, Kristjáni Loftssyni leyfið. Þetta kemur fram í nýrri frétt Heimildarinnar.

Rannsókn alþjóðlegra samtaka

Sonur Jóns Gunnarssonar, Gunnar Bergmann, fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna, lýsir á upptöku áforfum föður síns og Bjarna Benediktssonar um að veita Kristjáni Loftssyni, forstjóra og aðaleiganda Hvals hf., hvaðveiðileyfi við Ísland. Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn,“ segir hann meðal annars í upptökunum sem Heimildin hefur undir höndum.

Að sögn Heimildarinnar er upptakan afrakstur rannsóknar ónefndra alþjóðlegra samtaka, rannsókn þeirra hefðu verið þaulskipulögð, tímafrek og dýr. Kemur fram í fréttinni að upptökurnar hafi borist blaðamönnum miðilsins úr ólíkum áttum á fimmtudaginn. Hafi í kjölfarið verið leitað viðbragða frá fegðunum Jóni og Gunnari.

Fyrir fáeinum dögum var Jón Gunnarsson gerður að sérstökum erindreka Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu, sama dag og Jón ákvað að þiggja fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann hafði þá tapað fyrir varaformanni flokksins í baráttu um annað sætið á listanum. Ekki hefur Jón umboð til a veita hvalveiðileyfið en samkvæmt Bjarna var ætlunin sú að Jón myndi vinna að framgangi mála og hjálpa honum við ákvarðanatöku.

Vinagreiði og arfleifð

- Auglýsing -

Fram kemur í upptökunum, sem teknar voru að syni Jóns óvitandi, lýsir hann samkomulagi þeirra Bjarna og Jóns og hvað reki föður hans áfram. Er því meðal annars lýst í smáatriðum hvernig leyfið skuli veitt. Kemur fram að Jón geti ekki skrifað upp á það, í ljósi þess að hann er ekki ráðherra og Bjarni getur það ekki heldur, vegna tengsla fjölskyldu hans við Hval hf. Planið er að séð verði til þess að annar ráðherra Sjálfstæðisflokksins undirriti leyfið.

Samkvæmt Heimildinni heyrist Gunnar Bergmann, sonur og viðskiptafélagi Jóns, útlista fyrir öðrum manni að forsætisráðherrann hafi gengið á eftir Jóni um að taka sæti á listanum. „Á endanum sagði hann, „allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið. En þú verður þá að gera eitthvað fyrir mig“,“ heyrist Gunnar segja. „Af því að ég veit að hann er að fara að hætta. Þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna. […] Þetta væri ansi góð arfleifð að skilja eftir sig.“

Tekur Gunnar aukreitis fram að faðir hans þurfi ekki að kvíða því að hætta á þingi og nefnir sérstaklega að hann geti jafnvel tekið sér stjórnunarstöðu í Hval hf., ef hann hefur áhuga á því.

- Auglýsing -

Heimildin segir í frétt sinni að myndbandsupptökurnar sem barst blaðamönnunum viðist hafa verið teknar upp á tveimur fundum Gunnars með manni sem þóttist vera erlendur fjárfestir sem hefði áhuga á milljarða viðskiptatækifærum hér á landi. Barst þar talið að stjórmálatengingum Gunnars í gegnum föður sinn og þaðan að hvalveiðum og vináttu föður hans og Kristjáns Loftssonar. Segir í fréttinni að markmið þeirra sem stóðu að blekkingarleiknum, hafi verið að kanna pólitísk tengsl Kristjáns Loftssonar, sérstaklega hvernig þau tengsl hanns við þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi áhrif á ákvarðanatöku íslenskra stjórnvalda, sérstaklega Jóns Gunnarssonar, núverandi þingmanns og fyrrum ráðherra, auk Bjarna Benediktssonar.

Jón hefur lengi verið tengdur hvalveiðum, bæði sem forsvarsmaður félagasamtaka sem börðust fyrirhvalveiðum og í gegnum son sinn, Gunnar, sem lengi rak útgerð hvalveiðibáts. Fjölskylda Bjarna Benediktssonar tengist Hvali hf. en föðurbræður hans hafa verið hluthafar og gegnt stjórnarformennsku í fyrirtækinu.

„Ókei ef ég tek fimmta sætið“

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að viðbrögð Jóns Gunnarssonar við niðurstöðu kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafi valdið miklum titringi innan flokksins, samkvæmt því sem Gunnar segir í upptökunum. Segir hann að faðir sinn hafi ekki viljað taka sæti á listanum, úr því að hann hafi tapað öðru sætinu og ætlað sér að hætta. Bjarni hafi hins vegar gengið á eftir Jóni að taka sæti til að forðast meiri vandræði og hugsanlegan klofning.

Jón hafi að lokum samþykkt að taka fimmta sætið gegn því að Bjarni tryggði honum stöðu í matvælaráðuneytinu, þar sem hann ætlaði sér að afgreiða vinagreiða sem og reyna að endurheimta tapað fylgi.

„En eina sætið sem var eftir var fimmta sætið. Svo hann sagði „ókei“ og tók sér nokkra daga. Á endanum sagði hann: „Allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið. En þú verður þá að gera eitthvað fyrir mig. Ég þarf einhverja stöðu.“ Faðir minn sagði við hann [Bjarna Benediktsson]: „Ókei ef ég tek fimmta sætið þá verð ég þinn maður í þessu.““

Gunnar heyrist svo útskýra stöðu Jóns. 

„Ekki sem ráðherra heldur sem hans maður þar sem hann vissi mikið um þessi mál. Og líka vegna þess að við erum í þeirri stöðu núna að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur leyfi til að veiða hvali því að Vinstri grænir höfðu þetta ráðuneyti og þeir bara eyðilögðu það. Fyrsta sem hann [Jón] gerði var að fara inn og segja að hann ætlaði…,“ heyrist Gunnar segja áður en falski fjárfestirinn skýtur inn í: „Að sjá um þetta?“

„Já,“ svarar Gunnar.

„Og forsætisráðherrann samþykkti, geri ég ráð fyrir?“ spyr þá falski fjárfestirinn.

„Já, hann gerði það. Þannig að núna starfar hann í ríkisstjórn faðir minn… og gerir allt brjálað.“

Brjálaði vinstriflokkar

Í samtalinu segir Gunnar að vinstriflokkarnir á landinu séu brjálaði vegna skipunar Jóns. „En vinstriflokkarnir, þeir eru bara, þeir eru brjálaðir yfir því að Jón ætlar að vera hliðhollur hvalveiðunum eða veita þeim leyfi til næstu fimm ára. Og hann mun gera það,“ segir hann.

Spyr þá hinn falski fjárfestir beint út í markmið föður Gunnars: „Þú ert sem sagt að segja, ef ég skil þetta rétt, að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að það gerir honum í raun kleift að gefa út leyfin fyrir kosningar.“

„Já,“ svarar Gunnar og hélt áfram. „Og margt fleira. Svo mun hann koma sér í fréttirnar, í fjölmiðla og fara af fullum krafti í að gera hluti sem hann veit að Vinstri grænum og… mun ekki líka við og setja sig harkalega á móti. Hann trúir því að það muni aðeins hjálpa okkar flokki að bæta við sig.“

„Já, en við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn,“ segir Gunnar ennfremur.

Hinn falski fjárfestir sagði þá Gunnari að hafa ekki áhyggjur af því, hann myndi þaga yfir þessu en spurði svo: „En okkar á milli?“

Svarar Gunnar því þá ekki beint en sagði þó: „Honum mun takast það. Þó að það verði hans síðasta verk í stjórnmálum þá mun hann ná því.“

Þá heyrist Gunnar einnig skýra út fyrir hinum falska fjárfesti, að tvær aðrar umsóknir liggi fyrir í matvælaráðuneytinu frá fyrirtækjum sem hyggja á hrefnuveiðar og að ætlunin sé að tryggja öllum þremur umsækjendunum veiðileyfi „Já. Fyrir kosningarnar,“ heyrist Gunnar segja, og ítrekar að hann sé viss um að það takist. „En afleiðingarnar verða einhverjar… við vitum það ekki. En ég held ekki að það skaði flokkinn okkar. Allir aðrir verða brjálaðir yfir þessu. En margir sem hafa yfirgefið flokkinn okkar munu snúa til baka.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -