Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Ég á varla góða minningu um móður mína – hún var grimm, fjarlæg og ofbeldisfull„“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir og dóttir – er það ekki traustasta og fallegasta samband sem til er?
Ekki í mínu tilviki!

Ég á varla góða minningu um móður mína – hún var grimm, fjarlæg og ofbeldisfull á milli þess sem hún gat verið góð og skemmtileg þá aðalega þegar annað fólk var í kring. Það átti alltaf allt að vera fullkomið utanfrá en þegar þú leist inn þá sástu raunveruleikann blasa við þér eins og ís. Móðir mín gerði aldrei neitt rangt – allt sem hún gerði voru afleiðingar af okkar hegðun eða einhverra annara, hún lagði sérstaka fæð á mig en dýrkaði systur mína.

Hún kenndi systkynum mínum að það væri í lagi að koma illa fram við mig og meira að segja lagði hún sérstaka áherslu á að ég væri svarti sauðurinn í minni fjölskyldu. Hún sagðist þurfa að læðast með veggjum því hún skammaðist sín svo fyrir mig þegar ég varð unglingur og lét það flakka í mín eyru að hún vildi að ég hefði dáið frekar en að leggja þessar miklu byrgði á hana. Ég hafði farið að stelast til að reykja hass og drekka fyrir fermingu– kom seint heim og stal peningum. Ég var í uppreisn!

Ég upplifði mig ekki örugga heima og ég upplifði mig ekki örugga í skólanum vegna eineltis. Ég átti hvergi pláss – mamma hataði að ég væri nefnd í höfuðið á föðurömmu minni sem var að hennar sögn vægast sagt vond og svo var hún líka feit – ég skildi nú passa mig svo ég myndi ekki enda eins og hún, feitur alki.

Lesa má sláandi lífreynslusöguna í heild sinni í veftímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -