Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Lík soðin – umhverfisvænni útför

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Norska ríkisstjórnin samþykkti á dögunum breytingar á löggjöf um útfarir, sem heimila tilraunir með nýja og umhverfisvæna meðferð á líkamsleifum. Auk hinna hefðbundnu aðferða, greftrunar og líkbrennslu verður hægt að notast við svonefnd alkalísku vatnsrof þar sem líkin eru bókstaflega soðin í 160 gráðu heitri lútblöndu.

Í frétt NRK kemur fram að Desmond Tutu, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup Suður Afríku, hafi verið jarðsettur með þessum hætti. Hann hafi sjálfur óskað eftir því, út frá umhverfissjónarmiðum.

Í fréttinni segir að eftir þrjár til fjórar klukkstundir í þessari heitu lausn sé allur mjúkvefur líkamans leystur upp og orðinn að vökva. Þessari vefja-vatns-og lútlausn má síðan einfaldlega veita í skolpkerfið, en þó ekki fyrr en búið er að hlutleysa hana með hæfilegu magni af sýru. Samkvæmt frétt NRK er fræðilega séð heldur ekkert því til fyrirstöðu, að lausnin sé notuð sem áburður.

Umhverfisvænni útför

Sandy Sullivan, forstjóra fyrirtækisins sem þróaði aðferðina segir að eftir liggja beinin ein, sem síðan má setja í viðeigandi ílát og grafa í duftkersreitum, sem taka mun minna pláss en hefðbundnir grafreitir. Gervilimir, ígrædd gervilíffæri, stoð- og hjálpartæki skemmast hins vegar ekki við þessa meðferð, öfugt við það sem gerist við hefðbundna líkbrennslu.

Annað sem lútsuðan hefur umfram bálför er að hún krefst einungis um sjöunda hluta þeirrar orku sem fer í brennsluna og sótsporið er þriðjungi minna, samkvæmt Sandy.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -