Laugardagur 18. janúar, 2025
3.3 C
Reykjavik

Lilja afhenti verðlaun fyrir 23 rit – Árni Daníel og Kristín Svava í fyrsta flokki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundum 23 rita voru veitt verðlaun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar en stjórnarráðið greinir frá því í tilkynningu. En Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsett 12. desember 1879.

Að þessu sinni voru 23 rit verðlaunuð í síðstu viku þegar menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti verðlaunin.

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi og í henni eiga nú sæti Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Andri Thorsson.

Hægt að sjá lista verðlaunahafa og rita hér fyrir neðan:

Fyrsti verðlaunaflokkur
Í fyrsta flokki eru vönduð verk sem eru byggð á ítarlegum og umfangsmiklum rannsóknum á sögu og samfélagi, sem og sögu húsa, skipulagsmálum og umhverfi.
Verðlaun kr. 1.000.000

• Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi
Höfundar: Árni Daníel Júlíusson, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur Jónsson (ritstjóri og höfundur), Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Óskar Guðlaugsson og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

- Auglýsing -

• Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir

• Jarðsetning
Höfundur: Anna María Bogadóttir

• Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi
Höfundur: Haraldur Sigurðsson

- Auglýsing -

Annar verðlaunaflokkur
Í öðrum flokki eru merkar heimildir um fjölbreyttar rannsóknir um stjórnmál, trúmál, félagsmál, kvennasögu og dagbókarskrif.
Verðlaun kr. 500.000

• Á sögustöðum.
Höfundur: Helgi Þorláksson

• Bakkadrottningin Eugenia Nielsen. Daglegt líf og menning á Eyrarbakka á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu
Höfundur: Kristín Bragadóttir.

• Fornbátar á Íslandi. Sjómennirnir og saga þeirra.
Höfundur: Helgi Máni Sigurðsson

• Íslensk Myndlist og fólkið sem ruddi brautina.
Höfundur: Margrét Vilborg Tryggvadóttir

• Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.
Höfundur: Ingunn Ásdísardóttir

• Listasaga leikmanns. Listaannáll 1941-1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík.
Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson

• Lýðræði í mótun.
Höfundur: Hrafnkell Freyr Lárusson.

• Nú blakta rauðir fánar: Saga kommúnista og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968.
Höfundur: Skafti Ingimarsson

• Séra Friðrik og drengirnir hans. Saga æskulýðsleiðtoga.
Höfundur: Guðmundur Magnússon

• Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónslistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf
Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson

Þriðji verðlaunaflokkur
Í þriðja flokki eru rit sem spanna afar vítt svið rannsókna, allt frá Völuspá til ringlaðra karlmanna á 21. öldinni.
Verðlaun kr. 250.000

• Bragðarefur – Með molum úr gömlum textum sætum og súrum og beiskum.
Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir

• Ég er þinn elskari. Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832
Höfundur: Erla Hulda Halldórsdóttir

• Félag unga fólksins. Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966
Höfundur: Arnþór Gunnarsson

• Jón Steingrímsson og Skaftáreldar.
Höfundur: Jón Kristinn Einarsson

• Kynlegt stríð. Ástandið í nýju ljósi.
Höfundur: Bára Baldursdóttir

• Mín eigin lög.
Höfundur: Haukur Arnþórsson

• Rætur Völuspár.
Ritstjórar: Pétur Pétursson.og Þórhallur Eyþórsson

• Sálmabækur 16.aldar, I og II.
Umsjón: Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Karl Sigurbjörnsson

• Þú ringlaði karlmaður. Uppgjör við kynjakerfið.
Höfundur: Rúnar Helgi Vignisson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -