Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Lilja Dögg tekur við Almannarómi: „Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Almannaróms en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hún tekur við af Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur sem hefur verið í þeirri stöðu síðan árið 2018.

Lilja Dögg hefur að baki víðtæka reynslu úr heimi tækni og stefnumótunar. Sem sérfræðingur í forsætisráðuneytinu leiddi hún stefnumótun á sviði gervigreindar og fór meðal annars fyrir ritun stefnu Íslands um gervigreind. Þá tók hún nýverið þátt í mótun máltækniáætlunar 2.0 sem fulltrúi í stýrihópi menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum á hinu alþjóðlega sviði. Hún bjó í Bandaríkjunum í tæpan áratug og gegndi á þeim tíma meðal annars stjórnendastöðum hjá sprotahraðlinum Redstar Ventures og hugbúnaðarfyrirtækinu Burning Glass Technologies. Á Íslandi starfaði hún nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá íslensk-japanska fyrirtækinu Takanawa og situr einnig í stjórn Brynju, leigufélags ÖBÍ,“ segir um Lilju í tilkynningunni en Lilja lauk MBA prófi frá Harvard árið 2015 eftir að hafa klárað hagfræðinám í Háskóla Íslands. Lilja ólst upp í Árbæjarhverfi í Reykjavík.

Almannarómur er miðstöð máltækni á Íslandi. Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Miðstöðin er óháð sjálfseignastofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni og hins vegar á samstarf við fyrirtæki og stofnanir sem koma máltæknilausnum í notkun hjá almenningi. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) vinnur nú að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni.

„Máltækni er framlína tækniþróunar á heimsvísu í dag sem birtist til dæmis í því hvernig við getum orðið talað við tæknina og hún við okkur. Markmið Almannaróms er að tryggja að íslenskan verði ekki skilin eftir í þeirri gríðarhröðu framþróun sem nú á sér stað á þessu sviði. Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál fyrir alla Íslendinga og því mikill heiður að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði Lilja Dögg í tilefni nýja starfsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -