Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona, er fallin frá 73 ára að aldri.
Lilja fæddist á Akranesi árið 1950 en fluttist 12 ára gömul í Kópavoginn. Hún lærði leiklist í Leiklistarskóla Íslands en hún útskrifaðist þaðan árið 1978. Lilja var ein af aðalleikkonum Þjóðleikhúsins árum saman og lék hún meðal annars Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Þá var hún var hún tíður gestur á bíótjöldum og skjám landsmanna en meðal kvikmynda sem hún lék í má nefna Börn, Foreldrar, Okkar eigin Osló og Köld slóð en hún var tilnefnd til Eddu-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Þá lék hún einnig í þáttunum Fangavaktinni og Rétti.
Lilja barðist fyrir réttlátari heimi alla tíð og var virk í verkalýðsbaráttu landsins. Þá var Lilja fjallakona Íslands á 17. júní 2013.
Lilja lætur eftir sig tvær dætur.