Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Lilja Guðrún er fallin frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona, er fallin frá 73 ára að aldri.

Lilja fæddist á Akranesi árið 1950 en fluttist 12 ára gömul í Kópavoginn. Hún lærði leiklist í Leiklistarskóla Íslands en hún útskrifaðist þaðan árið 1978. Lilja var ein af aðalleikkonum Þjóðleikhúsins árum saman og lék hún meðal annars Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Þá var hún var hún tíður gestur á bíótjöldum og skjám landsmanna en meðal kvikmynda sem hún lék í má nefna Börn, Foreldrar, Okkar eigin Osló og Köld slóð en hún var tilnefnd til Eddu-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Þá lék hún einnig í þáttunum Fangavaktinni og Rétti.

Lilja barðist fyrir réttlátari heimi alla tíð og var virk í verkalýðsbaráttu landsins. Þá var Lilja fjallakona Íslands á 17. júní 2013.

Lilja lætur eftir sig tvær dætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -