Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Lína Rut missti dóttur sína vegna læknamistaka: „Ég fékk að halda á henni þegar hún var að deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lína Rut vaknaði síðan og hafði samband við hjúkrunarfræðing sem var á vakt og spurði hún hvar barnið sitt væri. Þetta var um þremur tímum eftir að barnið kom í heiminn. Hún segir að hjúkrunarfræðingurinn hafi ekki sagst vita það. „Þá fór ég að ganga á eftir henni og sagðist vilja sjá barnið mitt og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með það og hvort það væri ekki örugglega á lífi. „Það hlýtur að vera fyrst það er ekki búið að koma að tala við þig,“ segir hún að hjúkrunarfræðingurinn hafi sagt. „Ég gleymi þessu aldrei; það var ótrúlegt hvað þessi kona var truntuleg.

Ég bað hjúkrunarfræðinginn um að kanna þetta; ég vildi fá barnið mitt eða vita allavega hvað væri í gangi.“

Línu Rut var í kjölfarið tjáð að skurðstofa hefði losnað óvænt á meðan hún svaf og nýfædd dóttir hennar sett í aðgerð. Hún segir að ekki hafi verið talað við barnsföður sinn áður en barnið var sett í aðgerðina.

„Barnið var nýfætt og þeir hentu henni strax í aðgerð. Þetta var svo mikið sjokk fyrir hana að líkami hennar fór að haga sér aftur eins og í móðurkviði.“

Við tók þriggja daga barátta upp á líf og dauða á vökudeildinni.

„Þetta var eins og að vera í rússíbana. Það virtist eina stundina allt vera í lagi en ekki þá næstu.“

Ég fékk að halda á henni þegar hún var að deyja.

- Auglýsing -

Lína Rut fékk í fyrsta skipti að halda á dóttur sinni eftir að vitað var að hún væri að deyja. Litla stúlkan dó síðan í fangi móður sinnar þriggja daga gömul.

Lesa má viðtalið við Línu í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -