Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Linda hestafræðingur: „Hygla illri meðferð – Íslenski hesturinn harkar meira en önnur hestakyn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linda Karen Gunnarsdóttir, hestafræðingur, spyr í aðsendri skoðanagrein á Vísi hvort Lands­sam­band hesta­manna ætli að hygla illri með­ferð á hestum.

Það kemur henni á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna –  Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar.

„Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta.“

Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar þeirra. Mikilvægt sé að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar, segir hún.

Þolreiðikeppnir hafa verið umdeildar

LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna íslenska hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar.

- Auglýsing -

Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar, vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda.

Forsendur Survive Iceland eru þær að keppendur fari ríðandi um 280 kílómetra leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 kílómetrar; mun hver keppandi fá þrjá þjálfaða hesta til afnota, og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum.

Mikið álag fyrir stoðkerfi hesti

Lindu finnst gróflega vegið að velferð íslenskra hesta. Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 kílómetra á dag.

- Auglýsing -

Linda segir „að þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, það er, tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga.“

Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 kílómetra dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um einn þriðja líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma.

Íslenski hesturinn harkar af sér meira en önnur hestakyn

„Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um tveggja til þriggja daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag.

Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -