Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Listi yfir kaupendur í Íslandsbanka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármálaráðuneytið birti síðdegis lista yfir þá sem keyptu 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samtals tóku 209 fjárfestar þátt í útboðinu.

Á listanum eru lífeyrissjóðirnir áberandi. Stærsti einstaki kaupandinn var Gildi lífeyrissjóður sem keypti 30 milljón hluti fyrir rúma þrjá og hálfan milljarð. Þar á eftir koma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins , Brú lífeyrissjóður og lífeyrissjóður verslunarmanna. Aðrir voru undir fjórum prósentum af heildarsölunni.

Hér má sjá listann yfir kaupendur í heild sinni.

Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Íslandsbanka. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti. 50 milljón hlutir í bankanum voru seldir á genginu 117 krónur á hlut eða samtals fyrir 52,7 milljarða króna. 209 hæfir fjárfestar tóku þátt.

Óvarlegt væri að birta upplýsingar um mótaðila ríkisins í viðskiptum

Fjármálaráðuneytið óskaði eftir listanum 30. mars og skírskotaði til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar sem lögð er áhersla á gagnsæi við sölu hluta. Degi síðar fékk ráðuneytið svar frá Bankasýslunni þess efnis að óvarlegt væri að birta upplýsingar um mótaðila ríkisins í viðskiptunum, með vísan til laga um fjármálafyrirtæki, er varðar bankaleynd, eins og fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

1. apríl óskaði fjármálaráðuneytið þá eftir afstöðu fjármálaeftirlitis Seðlabanka Íslands til þess hvort lagaákvæði um bankaleynd stæði því í vegi að upplýsingarnar yrðu gerðar aðgengilegar. Ráðuneytinu hefur ekki borist svar frá Seðlabankanum.

- Auglýsing -

Listinn barst fjármálaráðuneytinu svo í dag, en þar er afstaða Bankasýslu ríkisins ítrekuð – að óvarlegt sé að gera yfirlitið aðgengilegt almenningi.

Að mati ráðuneytisins falla upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta aftur á móti ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna er ákveðið að birta yfirltiið, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -