Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lísu rak í rogastans í Fríhöfninni: „Þetta er orðið bara einn stór brandari!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lísa nokkur varð aldeilis hissa þegar hún uppgötvaði verðmuninn á vöru sem hana langaði í, annars vegar í Fríhöfninni og hins vegar í Hagkaup. Átti hún greinilega von á því að varan væri ódýrari hjá fyrrnefndri versluninni en svo reyndist alls ekki vera.

Lísa bendir á verðmuninn í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðalagi. Þar birtir hún mynd sem sýnir verðmuninn og segir einfaldlega:

„Fríhöfn v.s. Hagkaup.“

Þessa mynd birti Lísa eftir verðkönnun sína og þar kemur í ljós að snyrtivaran er ódýrari í Hagkaup en í Fríhöfninni.

Margir meðlimir hópsins býsnast yfir verðmuninum sem Lísa bendir á og flestir þeirra hrauna yfir þjónstu Fríhafnarinnar. Hildur er ein þeirra. „Rándýr búlla!,“ segir hún. Anna er líka hundfúl. „Löngu hætt að versla hjá þeim!,“ segir Anna. 

Sigga líst illa á blikuna. „Það er eiginlega ekkert hægt að versla lengur þarna á betra verði. Þetta er orðið bara einn stór brandari,“ segir Siggi. En Egill veit hvað er til ráða. „Eina leiðin til að hafa áhrif á verðlag í fríhöfnum er að versla ekki þar,“ segir hann.

Fríhöfnin rekur fjórar verslanir með tollfrjálsan varning í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt rekstrarleyfissamningi við móðurfélagið Isavia. Vörur Fríhafnarinnar eru undanþegnar virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum (tax and duty free), fyrir utan áfengi og tóbak. Þar sem Ísland er utan Evrópusambandsins er heimilt að selja vörur á fríhafnarverði til allra farþega sem fara um flugvöllinn.

Berglind bendir hins vegar á að verðin í Fríhöfninu endurspegli ekki undanþáguna á sköttum og gjöldum.  „Markaðssetningin í Fríhöfninni eins og hún leggur sig er núll. Ég skil ekki hvernig þeir halda að þeir græði á því að hafa verð jafnan hátt. Til langs tíma þýðir þetta einfaldlega að fólk leitar annað. Maður er allavega löngu hættur að treysta því að maður geti gert góð kaup þarna,“ segir Berglind.

- Auglýsing -

Og Sesselja veit greinilega hvað hún er að tala um. „Allt nammi og snyrtivörur ódýrara í Hagkaup og Bónus. Þegar ég var að vinna þarna sagði ég alltaf túristunum að kaupa frekar nammi í Bónus því það væri ódýrara. Ég versla aldrei sjálf þarna þegar ég fer erlendis eða kem heim….“ segir Sesselja.

Viðbrögð Fríhafnarinnar

Mannlíf innti svara hjá Fríhöfninni vegna þessarar kvörtunar en Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdarstjóri Fríhafnarinnar segir að verðlagningin hafi verið mistök, búið sé að setja rétt verð á vöruna.

- Auglýsing -

Við skoðun hjá Fríhöfninni kom í ljós að um mistök í verðlagningu er að ræða. Í sölu var áður 50 ml glas af Ma Vie ilmi og þegar gjafakassinn kemur í sölu, fyrir stuttu síðan, er fyrir mistök litið svo á að sama vara væri í gjafakassanum og hann verðlagður í samræmi við það.

Í þessum gjafakassa sem hér um ræðir er hins vegar 30 ml glas. Verðið hefur verið leiðrétt og er 7.999 kr.

Fríhöfnin þakkar fyrir ábendinguna. Þrátt fyrir að svona mistök séu sjaldgæf þá geta þau gerst því miður og eru leiðrétt um leið og þau uppgötvast.

Við hvetjum viðskiptavini sem hafa keypt gjafakassann á röngu verði að hafa samband við okkur. Verðinu hefur einnig verið breytt á vef Fríhafnarinnar, en það kemur ekki þar inn fyrr en í fyrramálið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -