Það var mikil gleði í loftinu þegar áhöfnin á varðskipinu Þór hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.
Boðið var upp á skötu og saltfisk í hádeginu en slíkt hefur verið til siðs í næstum því heila öld. Um kvöldið sungu svo „Vitringarnir fjórir“ nokkur vel valinn jólalög meðan aðrir í áhöfninni gæddu sér á jólamatnum.
Þegar því öllu var lokið var komið að jólabingóinu en það þykir vera hápunkturinn í þessari árlegu skemmtun. Jólasveinninn mætti auðvitað og voru margir í jólapeysum meðan bingóið fór fram. 44 umferðir voru spilaðar og styrktu 25 fyrirtæki með vinningum. Þá var bingóið einnig fjáröflun fyrir Barnaspítala Hringsins en alls söfnuðust 155 þúsund krónur og rann ágóðinn óskiptur.