Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Litlu stóru mál“ Arnars Þórs – Telur kristni mjög mikilvæga og vill ekki hafa vit fyrir fólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf vildi vita meira um stór og mikilvæg málefni sem hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hingað til og sendi tíu spurningar á alla formenn og leiðtoga þeirra flokka sem eru í framboði og mun Mannlíf birta svör allra þeirra sem svöruðu. Við nefnum þessi málefni „Litlu stóru málin“

Hér fyrir neðan má lesa svör Arnars Þórs Jónssonar, formanns Lýðræðisflokksins.

1. Vilt þú leyfa aukið frelsi í veðmálastarfsemi á Íslandi og af hverju?

Almennt vill Lýðræðisflokkurinn ekki hafa vit fyrir fólki þótt skaðsemi spila- og veðmálafíknar sé öllum ljós.

2. Hver er þín afstaða gagnvart réttindabaráttu trans fólks á Íslandi?

Ríkið á ekki að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu. Skoðanafrelsi er mikilvægt ásamt umburðarlyndi. Afar fáir einstaklingar eru trans og sjálfsagt er að virða skoðanafrelsi þeirra og friðhelgi einkalífs. Ekki er þar með sagt að allir verði að vera sammála þeirra lífsskoðun.

- Auglýsing -

3. Hvað finnst þér um að ríkið styrki listir og menningu?

Lýðræðisflokkurinn vill færa slíka styrki til einstaklinga sem fái skattaafslátt af styrkjum.

4. Ert þú fylgjandi því að Ísland verði gert að einu kjördæmi í Alþingiskosningum og af hverju?

- Auglýsing -

Nei, en mikilvægt er að auka persónukjör. Það er heilbrigt að kjördæmin standi vörð um staðbundna hagsmuni, en jafna verður atkvæðavægi. Einn maður – eitt atkvæði.

5. Hversu mikilvæga telur þú kristni vera í íslensku samfélagi í dag?

Mjög mikilvæga í dag og í sögulegu tilliti.

6. Hvað finnst þér um aðstöðu til íþróttaiðkunar á Íslandi?

Hún er almennt býsna góð.

7. Hvað finnst þér um fjárhagsstuðning ríkisins við stjórnmálasamtök?

Ríkið ætti alls ekki að styrkja stjórnmálaflokka.

8. Hvað finnst þér um blóðmerahald?

Að því leyti sem um dýraníð kann að vera að ræða, er Lýðræðisflokkurinn á móti slíku.

9. Telur þú að þjóðin eigi að fá að kjósa um inngöngu í ESB og af hverju?

Lýðræðisflokkurinn er hlynntur lýðræði en myndi aldrei hafa frumkvæði að slíkri atkvæðagreiðslu. Ef slík atkvæðagreiðsla færi fram bæri að virða niðurstöðu hennar.

10. Hver er þín afstaða til stjórnarskrá Íslands?

Stjórnarskráin er stórmerkileg og hefur þjónað Íslendingum vel. Einstaka breytingar má ræða, en tillögur stjórnlagaráðs voru of róttækar. Stjórnarskrár má bæta og uppfæra, en ástæðulaust er að umbylta grundvallarreglum sem sannað hafa gildi sitt í aldanna rás.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -