Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Litlu stóru mál“ Sigurðar Inga – Vill endurskoða stjórnarskrá Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og flestir vita eru alþingiskosningar handan við hornið og kosningabarátta flokkanna í fullum gangi. Eins og getur og gerist eru málefni sem eru lykilatriði í kosningabaráttu og fyrir þessar kosningar hafa húsnæðismál, vextir, verðbólga og málefni hælisleitenda verið aðalmálin hingað til.

Mannlíf vildi vita meira um stór og mikilvæg málefni sem hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hingað til og sendi tíu spurningar á alla formenn og leiðtoga þeirra flokka sem eru í framboði og mun Mannlíf birta svör allra þeirra sem svöruðu. Við nefnum þessi málefni „Litlu stóru málin“

Nú er komið að Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins.

1. Vilt þú leyfa aukið frelsi í veðmálastarfsemi á Íslandi og af hverju?

Framsókn telur mikilvægt að stjórnvöld íhugi að því hvernig veðmálastarfsemi er stjórnað, með áherslu á að vernda neytendur og lýðheilsusjónarmið. Tryggja þarf að þessi starfsemi fari fram undir opinberu eftirliti og að henni verði sett almenn lagaumgjörð. Þannig sé hægt að stuðla að ábyrgri spilamennsku á Íslandi, og hamlað gegn skaðlegum áhrifum á almenning.

2. Hver er þín afstaða gagnvart réttindabaráttu trans fólks á Íslandi?

- Auglýsing -

Framsókn telur mikilvægt að öll réttindi einstaklinga séu virt og barátta fyrir jafnrétti sé studd í hvítvetna.

3. Hvað finnst þér um að ríkið styrki listir og menningu?

Framsókn styður að ríkisfjármagni sé veitt til lista og menningar um allt land. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að menningu og listum, og að byggja upp listræn samfélög um land allt. Framsókn hefur einnig lagt mikla áherslu á skapandi greinar og menningarstarfsemi, sem er mikilvæg fyrir kröftugt efnahagslíf og samkeppnishæfni þjóðarinnar.

- Auglýsing -

4. Ert þú fylgjandi því að Ísland verði gert að einu kjördæmi í Alþingiskosningum og af hverju?

Framsókn er ekki fylgjandi því. Mikilvægt er að tryggja að fólk á landsbyggðinni hafi rödd á Alþingi og geti kosið sinn fulltrúa. Því hefur Framsókn, með byggðasjónarmið að leiðarljósi, ekki tekið undir það að Ísland verði gert að einu kjördæmi.

5. Hversu mikilvæga telur þú kristni vera í íslensku samfélagi í dag?

Framsókn styður trú- og lífsskoðunarfrelsi, og vill að Þjóðkirkjan hafi áfram mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi.

6. Hvað finnst þér um aðstöðu til íþróttaiðkunar á Íslandi?

Framsókn leggur mikla áherslu á mikilvægi íþróttaiðkunar í íslensku samfélagi. Íþróttir stuðla að heilsu, velferð og félagslegri samheldni. Framsókn vill efla íþróttastarfsemi, sérstaklega meðal barna og ungmenna, og styðja við aðgengi að íþróttum um land allt. Framsókn telur einnig mikilvægt að fjárfesta áfram í þróun og viðhald íþróttafélaga og mannvirki.

7. Hvað finnst þér um fjárhagsstuðning ríkisins við stjórnmálasamtök?

Framsókn telur brýnt að fjárhagsstuðningur við stjórnmálaflokka séu í samræmi við lög og reglur, og að hann sé gagnsær og sanngjarn.

8. Hvað finnst þér um blóðmerahald?

Framsókn leggur áherslu á að ef starfrækja þurfi blóðmerahald, sé það starfrækt með þeim hætti að lögum og reglum um dýravelferð og aðbúnað dýra sé fylgt í hvívetna. Þá hefur flokkurinn unnið að því markmiði. Einnig er nauðsynlegt að ávallt sé borin virðing fyrir dýrum, sem nýtt eru í landbúnaði.

9. Telur þú að þjóðin eigi að fá að kjósa um inngöngu í ESB og af hverju?

Framsókn telur að hagsmunum Íslands sé best varið utan ESB, og telur því að Ísland eigi ekki að ganga í sambandið. Ef til þess kæmi, þá ætti þjóðin að fá að greiða atkvæði um slíkt. Að því sögðu leggur Framsókn áherslu á áframhaldandi gott samstarf við ESB og nýtingu þeirra tækifæra sem felast í því að vera meðlimur EES – samningsins. EES – samningurinn hefur sýna kosti og galla, eins og hver annar samningur, en Ísland hefur mikinn ávinning af veru sinni í EES kerfinu.

10. Hver er þín afstaða til stjórnarskrá Íslands?

Framsókn styður endurskoðun stjórnarskrárinnar séu breytingarnar byggðar á breiðri samstöðu. Stjórnarskrá Íslands er samfélagssáttmáli þjóðarinnar og breytingar á henni verða að endurspegla sameiginleg grunngildi þjóðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -