Fuglaathugunarstöð Suðausturlands greindi frá því á Facebook síðu sinni í gærkvöld að lóan sé komin til landsins. Í færslunni segir:
„Fyrstu heiðlóur ársins sáust í dag, 5 fuglar á túni við Grænahraun í Nesjum, ein í Gaulverjabæ og 7 í Grunnafirði.“
Lóan er svo sannarlega kærkominn vorboði en nokkrir hópar af Brandöndum hafa einnig streymt til landsins.
„Nokkuð kom af skógarþröstum í nótt á Suður- og Suðaustanvert landið, frá Selfossi í vestri og að Djúpavogi í austri, flestir sáust á Reynivöllum í Suðursveit um 100 fuglar. All nokkuð álftaflug Suðaustanlands, einnig grágæsir og svo sáust fyrstu bles- og heiðagæsirnar í Hornafirði. Brandendur streyma nú inn þó hóparnir séu ekki stórir, 116 fugalr sáust á Höfn, 51 á Breiðabólstaðalóni í Suðursveit og svo 7 fuglar komnir á Djúpavog.“