Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Loga þykir rifrildi Bjarna og Katrínar sérkennilegt: „Eru ekki ein­huga í mál­inu”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Einarsson, þingmaður, finnst samskipti Bjarnar og Katrínar sérstök.

Þingmaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson er hissa á að ríkisstjórnin sé ekki sammála um utanríkisstefnu Íslands. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafa verið í deilum um helgina. Snúast deilurnar um hjásetu Íslands í kosningu á vettvangi allherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ástandið á Gaza en hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur gefið það út að ekki hafi verið haft samráð við hana um þessa hjásetu. Bjarni sagði svo í hádeginu að það sé ekki rétt og ráðuneyti Katrínar hafi vitað af hjásetunni. Eftir orð Bjarna sagði forsætisráðuneytið að því hefði borist tölvupóstur 11 mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem greint var frá hjásetunni.

„Það sem er líka sér­kenni­legt við þetta er að full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ekki ein­huga í mál­inu. Það hef­ur komið fram að for­sæt­is­ráðherra er á sömu skoðun og ég, and­stæð skoðun ut­an­rík­is­ráðherra, og þing­flokk­ur­inn all­ur,” sagði Logi um málið í samtali við mbl.is.

„Það er auðvitað al­veg sjálf­stæður hluti sem þarf að skoða, með hvaða hætti birt­ist rík­is­stjórn Íslands fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar. En á end­an­um er það auðvitað aðal­atriðið að þjóðir heims stígi fast til jarðar og reyni að stöðva þenn­an hryll­ing sem á sér stað þarna.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -