Það var lítið annað að gera hjá lögreglunni í nótt annað en eitthvað tengt bílstjórum og greint er frá því í dagbók hennar. Ökumaður var stöðvaður og sektaður fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Þá var annar bílstjóri stöðvaður og þá kom í ljós að búið var að svipta hann ökuréttindum. Í Múlahverfinu var einn ökumaður sendur í blóðsýnatöku vegna gruns um ölvunarakstur. Svipað var að frétta í Hafnarfirði nema þar var viðkomandi grunaður um fíkniefnaakstur og var með meint fíkniefni á sér. Þá hafði sami verið sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun en að venju ekki tekið fram hvaða verslun það er.