„Stundum er sagt að það eigi ekki að laga það sem ekki er bilað. Og stundum er líka sagt að það sé óþarfi að fá einhvern til að vinna verk sem þegar er unnið. Og svo var okkur kennt að henda ekki peningum,“ skrifar Logi Bergmann Eiðsson í pistli í Morgunblaðinu í dag.
Á dögunum var fjallað um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisins að ætla opna streymisveitu í gegnum Kvikmyndasjóð Íslands. En þetta á að vera einn hluti í framkvæmd kvikmyndastefnu með áherslu á bætt sjóðakerfi og starfsumhverfi og áætlað er að setja 510 milljónir í verkefnið.
Hugmyndir ekki hugsaðar til enda
„Nú ætla ég ekki að vera leiðinlegur en þetta hljómar eins og hér séu hugmyndir ekki hugsaðar til enda. Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru? Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur,“ skrifar Logi.
Til aðrar lausnir
Loga finnst þetta ekki galin hugmynd, eins og hann orðar það sjálfur, en vill meina að önnur lausn sé á þessu sé til „en að ríkið stökkvi til og búi til apparat í kringum það.“
Logi bendir á að til séu íslenskar streymisveitur sem eflaust væri hægt að fá í verkið og telur hann þá niðurstaða að hin nýja streymisveita eigi ekki að vera í samkeppni við aðrar undarleg. „En hafið ekki áhyggjur. Þessi nýja streymisveita á ekki að vera í samkeppni við aðrar! Í alvöru? Á hún sem sagt að vera svo glötuð að hún hafi ekki áhrif á hinar? Það er mjög áhugaverð niðurstaða.“
Misskilin umhyggja
Hugmyndinni líkir Logi við það ef ríkið myndi opna verslun þar sem einungis væri hægt að versla íslenskar vörur. „Þar sem maður gæti valsað um og náð sér í Flórubúðing, Sólblóma, Vallas og súrsaða selshreifa.“
Logi tekur það fram að vissulega sé kvikmyndagerð mikilvæg og að hún hafi skilað miklu og að hlúa eigi að henni. „En kommon! Hlutverk ríkisvaldsins er að koma inn þar sem þess er þörf en ekki síður að láta hluti eiga sig þar sem engin þörf er á afskiptum. Lausnin er að leyfa öðrum að vaxa og dafna í friði í stað þess að kæfa allt með misskilinni umhyggju.“