Fimmtudagur 17. október, 2024
4.8 C
Reykjavik

Logi Pedro bjó til plötu með vonarstjörnu íslenska rappsins: „Sá hvað hann var með mikinn kraft“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson situr aldrei auðum höndum en hann hefur undanfarna áratugi verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands ásamt því að vera þekktur dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi.

Logi gaf út í dag plötuna „þú ert löngu búinn að fokka þessu upp“ en hann var ekki einn á ferðinni heldur vann hann plötuna með Elvari Orra Palash Arnarssyni ásamt einvalaliði íslenskrar dægurtónlistar og má nefna þá Robert Winther og Arnar Inga Ingason í því samhengi. Elvar hefur verið kallaður helsta vonarstjarnan í íslensku rappi og nokkuð ljóst eftir fyrstu hlustun á plötunni af hverju Elvar fékk þann stimpil.

Mannlíf heyrði í Loga til að forvitnast meira um Elvar og samstarf þeirra.

„Ég hitti hann á Auto niður í bæ og hafði svo rekist á hann í þessari New Era auglýsingu sem hann var í. Hann vildi fá að koma í stúdíóið og sýna mér einhverja músík og ég sá hvað hann var með mikinn kraft og hann væri með mikið „potential“ að vera góður listamaður,“ sagði Logi um rapparann unga og knáa.

„Svo erum við að spila einhverja músik og hann sýnir mér lag sem varð síðan að „Ekkert Vandamál“ og ég sýni honum lag sem varð að „Ég veit það var ég“. Og prófuðum að taka upp einhverja músik. Það voru ekkert djúpar pælingar. Svo gerðist það með tímanum, með næstu vikum, með næstu mánuðum að við búum til allt of mörg lög og það verður til plata. Það verður til einhver „syngergía“, einhver kraftur. Elvar er að stækka sem listamaður. Ég er að ná að komast í form aftur sem lagasmiður og listamaður og úr varð bara plata sem mér finnst ógeðslega sterk og framsækin og eitthvað sem á erindi við fólk.“

Umslag plötu þeirra félaga

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -