Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Logi vill endurnýja aðildarumsókn að ESB: „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það verður að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en einnig skerpa málflutning innan okkar eigin raða. Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá.“

Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun. Þessu er greint frá á RÚV.

 

Félagshyggjufólk þurfi að sameinast

Logi sagði meðal annars að til þess að ná fram umbótum og jöfnuði fyrir almenning þurfi félagshyggjufólk að sameinast og hætta að stofna nýja og nýja flokka. Hann sagði það mjög umhugsunarverða stöðu ef félagshyggjuflokkarnir yrðu til lengri tíma áfram sitt hvorum megin víglínu íslenskra stjórnmála. Á hann þar sennilega við veru Vinstri grænna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum allt frá síðasta kjörtímabili.

„Þá verður erfiðara að ná fram nauðsynlegum réttlætis- og umbótamálum fyrir almenning í landinu. Og afleiðingin í reynd; nær alltaf hægri stjórn áfram í landinu,“ sagði Logi í ræðu sinni.

Hann telur að flokkarnir sem staðsetji sig frá miðju til vinstri á hinu pólitíska rófi verði að koma sér upp nýju leikskipulagi. Að vinna þurfi þvert á flokka þar sem markmiðin séu sameiginleg. Þetta sagði Logi að væri lærdómur sem draga ætti af síðustu kosningum.

- Auglýsing -

 

Varast beri bergmálshella

Logi tók fram að varast beri bergmálshella samfélagsmiðla og að frekar beri að fagna ólíkri sýn fólks. Hann telur að umburðarlyndi sé lykilatriði til þess að hægt sé að þjappa félagshyggjufólki í færri flokka. Hann sagði hugsanlegt að umburðarlyndi hafi verið af skornum skammti undanfarin misseri.

„Vegna þess að við munum ekki ná árangri með því að stofna nýja og nýja flokka, oft utan um áhugamál einstakra stjórnmálamanna,“ sagði hann í ræðu sinni.

- Auglýsing -

Logi undirstrikaði mikilvægi þess að leggja aftur í aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hann sagði að hægt væri að sammælast um mikilvæg málefni á borð við réttlátan arð af sjávarauðlindinni og aðgerðir í loftslagsmálum. Logi telur ekki nægja að tilheyra NATO og benti í því samhengi á hlutverk Evrópusambandsins í varnar- og öryggismálum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -