Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Lögmaður sakaður um nauðgun á eiginkonu skjólstæðings síns – Einsdæmi í íslenskri réttarsögu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur lögmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Lögmaðurinn er með málflutningsréttindi fyrir Landsrétti.

Fram kemur í frétt Vísis um málið að meint brot lögmannsins séu sögð hafa gerst á meðan skjólstæðingur hans sat í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði.

Lögreglan er komin langt á leið með rannsóknina en konan og lögmaðurinn hafa bæði gefið skýrslu. Vegna lögmannsstarfa mannsins er málið í flýtimeðferð, samkvæmt heimildum Vísis.

Tvö af meintum brotum sem eru til rannsóknar, en þau eru nokkur, eru rannsökuð sem nauðgunarbrot en fyrsta meinta brotið ku hafa átt sér stað inni á geðdeild Landsspítalans en þar var konan lögð inn stuttu eftir gæsluvarðhaldsúrskurð eiginmanns hennar.

Kemur fram í frétt Vísis að málið eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu en auk meintra nauðgunarbrota til stendur að kæra lögmanninn til ríkislögreglustjóra og er hann sakaður um að hafa brotið illa á mannréttindum skjólstæðings síns.

Samkvæmt kærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er lögmanninum gefið að sök að hafa í starfi sínu sem verjandi mannsins gefið vísvitandi rangar upplýsingar og neytt hann til að veita mótþróa við skýrslutöku „allt í þeim tilgangi að skipuleggja kynferðisbrot gagnvart eiginkonu“ hans. Sætti maðurinn gæsluvarðhaldi í tuttugu og tvo daga.

- Auglýsing -

Er lögmaðurinn svo sagður hafa misnotað aðstöðu sína á grófan hátt gagnvart eiginkonunni með því að nýta sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til þess að hafa við hana samfarir. Í skýrslutöku hjá lögreglu viðurkenndi hann að hafa haft samfarir við konuna „fimm til tíu sinnum“ en neitar því staðfastlega að hafa nauðgað henni.

Þrátt fyrir það rannsakar lögreglan málið sem brot á 2. málsgein 194. greinar almennra hegningarlaga en þar telst það einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. málsgrein að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður, eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök.

Kemur fram í frétt Vísis að fjölmiðillinn hafi fjöldi gagna undir höndum sem styðja frásögn konunnar. Þar á meðal vottorð sálfræðings frá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, auk vottorð frá Stígamóta þar sem kemur fram að konan hafi sótt ráðgjöf og að hún hafi lýst því að „hún sé að fást við fjölmargar og alvarlegar afleiðingar sem eru algengar eftir kynferðisofbeldi.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -