Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um aðila sem hafði brotist inn í fjölbýlishús og flúið að vettvangi á bifreið. Lögregla fann bifreiðina skammt frá fjölbýlishúsinu og handtók manninn vegna tilraunar til innbrots. Við handtökuna kom í ljós að maðurinn var einnig undir áhrifum vímuefna og var hann því látinn gista í fangaklefa lögreglu. Skömmu áður hafði lögregla aðstoðað ofurölva einstakling við að komast heim til sín en sá var ósjálfbjarga.
Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um tvö innbrot í fjölbýlishús. Annað málið er til rannsóknar hjá lögreglu en einn hefur verið handtekinn í tengslum við síðara innbrotið. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti í nótt. Einn ökmaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum en sá reyndist í lagi þegar lögregla náði af honum tali. Annar ökumaður var kærður fyrir hraðakstur en að öðru leyti var nóttin hjá lögreglunni róleg.