Lögreglan hafði í gær hafði afskipti af ungum drengjum sem voru gómaðir uppi á þaki leikskóla í Kópavogi; lögreglumenn vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum þeirra athæfið, eða eins og segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina.
Þar bar annað helst til tíðinda að tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur; einn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Einnig var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi; enduðu fjórir í fangaklefa og voru látnir sofa úr sér, og verða svo teknir í skýrslutöku. Einn mannanna leitaði á bráðamóttöku, ekki er vitað um alvarleika áverka hans.