Lögregla rannsakar enn stunguárásina sem varð í miðborg Reykjavíkur í byrjun síðustu viku. Enn hefur lögreglu ekki tekist að finna hinn grunaða. Í samtali við Vísi segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ekki sé vanalegt að slíkur tími líði áður en grunaður árásarmaður er handsamaður. Hann vildi ekki fara nánar út í framgang málsins vegna rannsóknarhagsmuna.
Líðan mannsins sem varð fyrir árásinni er sögð vera góð en ekki er vitað hvort að hann liggi enn inni á spítala.