Lögreglan á Suðurlandi brýnir fyrir ökumönnum að huga að búnaði bifreiða sinna. Hálka er víða á vegum en reglum samkvæmt er ekki heimilit að nota nagladekk nema á tímabilinu 31. október fram til 15. apríl. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að ekki verði beittsektum sé bifreið útbúin nagladekkjum enda skyldi öryggi ávallt haft í hávegum.
Þá segir jafnframt:
„Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna greinar um vetrarakstur og einnig eru gagnlegar síður hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um val á hjólbörðum og viðhald þeirra. Við biðjum fólk um að fara varlega í umferðinni, gæta þess að aka í samræmi við aðstæður hverju sinni og ekki gleyma að skafa af rúðum ökutækja, þannig að útsýn sé ekki skert.“
Hér má sjá færslu lögreglunnar í heild: