Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 14.000 oxycontin-töflum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegt magn af eiturlyfjum, ólöglegum sem og læknadópi, var handlagt af lögreglunni á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá var 60 milljónir króna í reiðufé handlagt í aðgerðum tollgæslu og lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum, rannsakaði hún 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutningi á reiðurfé úr landi, á síðasta ári. Það sem af er þessu ári eru málin orðin 58. Í þessum málum voru sakborningar handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns að vera með illa fengið fé á leið úr landi.

Lagt hefur verið hald á 65 kg af kókaíni, 14.000 töflur af oxycontin, 1.800 töflur af contalgin, 100 kg af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi.   Um 60 milljónir krónur í reiðufé hafa verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu.  Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hefur reynst árangursríkt. Það er síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið.

Þessu tengt, sátu 80 menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2022 í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði átta menn á dag, alla daga ársins. Í ár er talan komin í 96, samtals 2.617 dagar, eða um tíu menn á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -