Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Lögreglan boðar skýrslu eftir ástandið á skemmtistað í miðbænum í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lofaði í nótt eiganda skemmtistaðar í miðbænum að skrifuð yrði skýrsla um ástandi þar. Enginn af dyravörðu var með réttindi og voru allt of margir inn á staðnum. Annars var nóttin frekar róleg ef marka má dagbókina. Ekki kemur fram hvaða skemmtistaður þetta var.

Ljóst er að lögregla hafði í mörg horn að líta í nótt. Dagbókarfærsla lögreglunar um ástandið í miðsvæðis í Reykjavík í nótt hljóðar svo:

Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes

Tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp í hverfi 108. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur, hann handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn þessa máls.

Lögregla hefur afskipti af ökumanni bifreiðar sem ók gegn rauðu ljósi í hverfi 104. Ökumaður blés yfir mörkum, hann handtekinn grunaður um ölvunarakstur.

Tilkynnt um aðila sem var til vandræða í verslunarkjarna í austurbæ, ekki voru neinar kröfur og því var aðila vísað á brott.

- Auglýsing -

Tilkynnt um geltandi hund í fjölbýlishúsi í hverfi 170, lögregla fer á vettvang en náði ekki sambandi við húsráðanda.

Tilkynnt um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæði í hverfi 105. Aðilinn var áberandi ölvaður þegar lögregla kom á vettvang en hann bregst illa við afskiptum og lemur í lögreglubifreið. Aðilinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann. Að viðræðum loknum var aðilanum ekið til sín heima.

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105, lögregla fer á vettvang og tveir aðilar handteknir og gista fangaklefa.

- Auglýsing -

Tilkynnt um öldauðan einstakling fyrir utan veitingastað í hverfi 108.

Lögregla sinnir veitingahúsaeftirliti á sjö veitingahúsum í miðborginni og kannar réttindi dyravarða. Þrír einstaklingar í miðbænum sinntu dyravörslu án þess að vera með tilksilin réttindi. Inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrðgaraðila kynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað.

Bifreið stöðvuð í hverfi 101 en ökumaður er grunaður ölvunar- og vímuefnaakstur.

Tilkynnt um aðila sem braut rúðu á hóteli í hverfi 101 og var með ógnandi tilburði. Þegar lögregla kom á vettvang gaf hún sig á tal við gerandann, sem reyndist ölvaður og óviðræðuhæfur. Gerandinn handtekinn, grunaður um eignaspjöll. Þegar flytja átti gerandann á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti gerandinn í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubifreiðinni. Gerandinn vistaður í fangaklefa.

Minniháttar líkamsárás á skemmtistað í hverfi 101, gerandinn farinn af vettvangi en árásarþoli kvaðst vita hver gerandinn var. Árásarþola tjáð að sækja sér áverkavottorð og panta tíma í kærumóttöku.

Vegfarandi verður vitni af slagsmálum við akbraut í hverfi 108. Lögregla fer á vettvang og rannsakar málið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -