Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Lögreglan hætt rannsókn á meintum brotum Semu Erlu og Maríu Lilju: „Þetta er óneitanlega léttir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kæru á hendur Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, hefur verið vísað frá.

Einar H. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður kærði þær Semu Erlu, sem er stofnandi Solaris samtakanna og Maríu Lilju sem er sjálfboðaliði samtakanna, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einar kærði fjársöfnun samtakanna Solaris fyrir brottflutning Palestínufólks af Gaza til lögreglu í byrjun mars. Héraðssaksóknari vísaði hins vegar málinu frá en embætti ríkissaksóknara skipaði lögreglunni að hefja rannsókn á ný í júlí. Nú hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aftur hætt rannsókn á málinu, þar sem ekki er talinn vera grundvöllur til að halda henni áfram.

Samkvæmt gögnum sem Mannlíf hefur undir höndum hefur þeim Semu Erlu og Maríu Lilju verið tilkynnt að máli gegn þeim um múturþægni er þær fóru til Egyptalands í þeim tilgangi að greiða fyrir götur þess að fjölskyldur á Gaza kæmust yfir landamærin og gæti í kjölfarið sameinast fjölskyldumeðlimum á Íslandi, hafi verið vísað frá. Kemur þó fram í bréfi lögreglunnar til kvennanna að komi ný sönnunargögn í málinu, áskili lögreglan sér rétt til að opna rannsókn að nýju. Í gögnunum sem Mannlíf hefur undir höndum segir að Sema Erla hafi í yfirheyrslum vegna málsins neitað alfarið sök og sagt tilgang samtakanna að bregðast við neyð flóttafólks. Þá kvaðst hún ekki hafa verið í neinum samskiptum eða viðskiptum við erlenda embættismenn og sagði að ekki væri um fjáröflun að ræða heldur viðvarandi innstreymi fjármagn og að samtökin sé með bókhald utan um allt auk þess sem ársreikningar lægju fyrir.

María Lilja hélt því sama fram í yfirheyrslum, neitaði sök og sagði enga opinbera söfnun hafi verið haldin fyrir Solaris, heldur fyrir fólkið á Gaza. Sagði hún einnig að þær hefðu greitt ferðaskrifstofu til að koma fólkinu frá Gaza til Rafa í Palestínu. Sú ferðaskrifstofa hafi verið sjálfstætt starfandi en ekki ríkisrekin.

Í bréfi lögreglu segir ennfremur:

Í þágu rannsóknar málsins óskaði lögregla eftir gögnum frá kærðu varðandi reikningsuppgjör fjársöfnunarinnar. Þann 4. september 2024 barst embættinu gögn frá löggiltum endurskoðanda sem annaðist reikningsuppgjör vegna fjársöfnunarinnar. Fram kom að uppgjör fjársöfnunarinnar hafi verið í samræmi við inn og útflæði bankareikninga söfnunarinnar og að uppgjörið hafi verið í samræmi við 6 gr. laga um opinberar fjársafnanir nr. 5/1977.

- Auglýsing -

Í rökstuðningi lögreglu kemur fram að engin gögn liggi fyrir um meintar múturgreiðslur kærða til erlendra embættismanna. Á öðrum stað rökstuðnings segir: Hvað varðar brot kærðu gegn lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 að þá verður ekki séð með hvaða hætti kærðu brutu gegn nefndum lagaákvæðum í kæru. Engin gögn fylgdu kærunni, sem varpað gæti ljósi á hina meintu refsiverðu háttsemi. 

Mannlíf heyrði í Maríu Lilju sem sagðí skriflegu bréfi að þetta sé sú niðurstaða sem hún hafi búist við. Þá segir hún að það vekji spurningar hversu langt þetta fór. Hér má sjá svarið í heild sinni:

„Þetta er auðvitað sú niðurstaða sem ég hafði reiknað með að yrði ofan á, aftur. Það vekur auðvitað spurningar hversu langt þetta fór og hve lengi við þurftum að bíða öðru sinni eftir sömu niðurstöðu þrátt fyrir að ekkert nýtt hafi komið fram í þessu máli en endurupptaka þess hjá lögreglu var ekki vegna nýrra sönnunargagna heldur formgalla, það vantaði bara eitt viðhengi með tölvupósti sem í samskiptum milli stjórnsýslustofnanna. En þetta er óneitanlega léttir. Það er vont að hafa þessar þungu, alvarlegu ásakanir yfir höfði sér og nú höldum við bara ótrauð áfram veginn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -