Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Lögreglan hafði hendur í hári barna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.

Múrsteini var kastað í glugga hótels og segir lögreglan að málið sé í rannsókn. Ekki var gefið upp hversu miklar skemmdir urðu á glugganum eða öðrum tengdum hlutum. Þá var aðili gripinn við að stela dósum úr dósagámi. Sá gat ekki gert grein fyrir sér og var fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Hægt var að leysa málið þar og reyndist ekki nauðsynlegt að rannsaka málið frekar. Annar aðili var svo handtekinn þar sem hann var ölvaður til vandræða í miðbænum og hafði neitað að yfirgefa svæðið. Ekki reyndist mögulegt að tala um fyrir manninum og hann því handtekinn að lokum.

Þá var einstaklingur handtekinn fyrir ýmis brot meðal annars akstur undir áhrifum áfengis, akstur án réttinda og fyrir ýmis vopnalagabrot. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás og var viðkomandi vistaður í fangaklefa.

Þá var lögreglan kölluð til vegna dyraats og skemmdarverka barna í kringum tvö í nótt. Lögregla ræddi við foreldra þeirra og verður tilkynning send til barnaverndar vegna málsins samkvæmt verklagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -