Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lögreglan kannast ekki við frásögn af handtöku Brians – Sofandi aðili handtekinn í Austurbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðstoðaryfirlögreglu þjónn lögreglunnar á Hverfisgötu kannast ekki við að það mál sem lýst er í frétt Mannlífs og fleiri miðla, um mann frá Kenía sem handtekinn var á aðfangadag.

Mannlíf sagði frá frásögn Þórunnar Helgadóttur af því hvernig stjúpsonur hennar Brian, sem er frá Kenía, hafi verið handtekinn þar sem hann gekk í átt að Hlemmi eftir vinnudag í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hann hafði ekki verið með skilríki. Vildi hún meina að ástæðan á þessu væri sú að hann væri svartur á hörund. Í dag birti Þórunn þó leiðréttingu þar sem hún áréttaði að Brian hafi ekki verið á gangi er hann var handtekinn, heldur hafi hann lagt sig í bíl vinar síns á leið úr vinnu.

Sjá einnig: Brian var handtekinn á aðfangadagskvöld að ósekju: „Þau þurftu að vita það af því hann er svartur“

Mannlíf heyrði í Ásmundi Rúnari Gylfasyni, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á Hlemmi, en hann kannaðist ekki við frásögnina en sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Benti hann þó á yfirlýsingu lögreglunnar frá aðfangadag um ákveðið mál. „Ég vil byrja á að segja að við getum ekki tjáð okkur um einstaka mál sem eru í umfjöllun en ég get hins vegar sagt að lögreglan kannast ekki við að mál hafi komið upp hjá lögreglunni sem passar við þá lýsingu sem ég sá allavega á Vísi í morgun.“

Ásmundur Rúnar sagðist þó geta vísað í tilkynningu frá lögreglunni sem birtist á aðfangadag. „Þar sem kom fram að það væri aðili sem vistaður væri í fangageymslu vegna þess að hann var ekki með skilríki til þess að framvísa og gat ekki gefið upp persónuupplýsingar og var ósamvinnuþýður. Og það kom einnig fram í tilkynningunni að lögreglan hafi leitað allra leiða sem mögulegar voru til að koma í veg fyrir að það þyrfti að vista einstaklinginn í fangaklefa á aðfangadag. En því miður gekk það ekki upp en sá aðili, í því máli, það er þannig að það kemur tilkynning til lögreglu um aðila sem er sofandi undir stýri á bifreið í Austurborginni. Lögreglan fer á staðinn, hefur afskipti af þeim aðila. Hann gat ekki framvísað persónuskilríkjum eins og fram kom í fréttatilkynningunni, hann var ekki samvinnuþýður við lögreglu og þar af leiðandi fluttur á lögreglustöð, handtekinn. Og úr varð að það þurfti að vista hann til skammst tíma á meðan það var verið að finna út úr hans málum.“

Aðspurður hvort um væri að ræða mál Brians, sagðist Ásmundur ekki geta tjáð sig um það. „En þetta mál sem ég er að tala um er eina málið sem varðaði aðila sem ekki gat framvísað persónuskilríkjum. Og öll samskipti í því máli eru til í upptökum hjá lögreglunni og ef fólk er ósátt við vinnubrögð lögreglu getur það snúið sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu, NEL.“

- Auglýsing -

Að lokum sagðist Ásmundur vísa brigsl um kynþáttahatur innan lögreglunnar á bug. „Ég vísa því bara algjörlega á bug.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -