Samkvæmt dagbók lögreglu virðist dagurinn hafa verið með rólegra móti þó einhverjir borgarar hafi þurft aðstoð og tiltal. Hér gefur að líta dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu:
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um par sem var óvelkomið á hóteli í hverfi 108. Vísað út af lögreglu.
Tilkynnt um óvelkominn aðila í heimahúsi í hverfi 107. Vísað út.
Tilkynnt um heimils ófrið í hverfi 105.
Tilkynnt um krakka að leik á ís við Tjörnina í hverfi 101. Veitt tiltal.
Tilkynnt um aðila með skurð á hendi í hverfi 101. Veitt viðeigandi aðstoð.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 221. Þarna hafði ökutækjum lent saman á hringtorgi. Engin slys á fólki.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um aðila að reyna að opna bifreiðar í hverfi 111. Ekkert að sjá er lögreglu bar að.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um aðila að kveikja eld í hverfi 270.
Tilkynnt um skemmdarverk á bifreið í hverfi 110.