Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur þjófum sem brutust inn í bíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.
Tilkynning barst á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu en þar er lýst eftir tveimur þjófum sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni. Skúrkarnir voru á dökkgráum Toyota Yaris en bíllinn var á tveimur mismunandi númeraplötum, NMA 87 að aftan og SLD 43 að framan en báðum númerunum hafði verið stolið af öðrum ökutækjum. Lýst var eftir bifreiðinni í gær en er enn ófundin.
Samkvæmt frétt DV var bifreiðin sem þjófarnir stálu úr verðmætaflutningabíll en tveir starfsmenn, bílstjóri og farþegi í bílnum voru teknir í skýrslatöku lögreglu í gær.