Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Búkollu sem var stolið. Nei, þetta er ekki belja heldur vinnutæki með skráningarnúmerið JB-P52. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svartri og gulri Búkollu með skráningarnúmerið JB-P52. Henni var stolið af athafnasvæði verktaka við Álfabakka síðastliðinn sunnudagsmorgun. Síðast sást til Búkollu þar sem henni var ekið eftir Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði. Sjáist hún í umferð og eða hafi einhverjir vitneskju um hvar hún er niðurkomin vinsamlegast hringið tafarlaust í lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.