Lögreglan sendi fyrir stuttu frá sér yfirlýsingu sem hægt er að lesa hér fyrir neðan:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmundssyni, 30 ára. Hann er klæddur í svarta hettupeysu, svartar joggingbuxur og með svarta húfu. Hann er í hvítum strigaskóm. Jóhann Ingi, er þéttvaxinn og um 1.90 sm á hæð, er með ljós gráblá augu og nánast sköllóttur með skeggrót. Síðast er vitað um ferðir hans í í Háholti í Mosfellsbæ síðdegis sl. sunnudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóhanns eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112
Uppfært – Maðurinn er fundinn.