Lögreglan óskar eftir vitnum í tilkynningu á Facebook.
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík sl. laugardag, 24. ágúst. Tilkynning um slysið barst kl. 15.28, en þar varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður.
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]“