Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Lögreglan skammar ökumenn: „Sú ákvörðun er ávallt glórulaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi ökumönnum áminningu í gær sem varðar sektargreiðslur. Minnt er sérstaklega á að bílstjórar þurfi að greiða 50 þúsund krónur séu þeir gripnir af lögreglu að aka gegn rauðu ljósi.

Þá segir lögreglan að upphæðin sé í raun smáaurar í samanburði við tjónið sem getur orðið þegar árekstur verður af þeim sökum. Slys á fólki er svo annað og miklu verra sem getur hlotist af þegar um slíkt gáleysi er að ræða.

„Þetta er nefnt hér vegna þeirrar fífldirfsku alltof margra ökumanna sem leyfa sér þá ósvífni að aka gegn rauðu ljósi í umferðinni. Sú ákvörðun er ávallt glórulaus og skapar mikla, óþarfa hættu, en því miður er þetta algeng sjón í umferðinni,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Lögreglan biður því ökumenn að sýna öðrum vegfarendum virðingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -