Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Lögreglan skipaði 50 óboðnum gestum að hypja sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var nokkuð mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og segir frá ýmsu í dagbók hennar

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Skeifunni en ekki er gefnar upp upplýsingar um hvaða verslun um ræðir. Þá var tilkynnt um mann til vandræða á skemmtistað í miðborg Reykjarvíkur og honum vísað út af lögreglu. Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áfengis og er sagður hafa ekið aftan á kyrrstæða bifreið. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Húsráðandi óskaði eftir aðstoð lögreglu til að losna við óboðna gesti í samkvæmi, um 50 manns samkvæmt lögreglunni. Lögregla kom á vettvang og vísaði fólkinu út. Óskað var aðstoðar lögreglu við að losa bifreið úr snjóskafli á Reykjanesbraut, lögregla lokaði akrein á meðan var verið að losa bifreiðina.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um ölvuð ungmenni á bensínstöð og var haft samband við foreldra og þeim ekið heim til sín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -