Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lögreglan sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng við Stjórnarráðið: MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Reykjavík er sögð hafa handtekið 13 ára palestínskan dreng í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður birti myndband á Instagram sem sýnir lögregluna handtaka mótmælanda fyrir utan Stjórnarráð Íslands síðastliðinn föstudag en þá stóð yfir mótmæli vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Fullyrðir Pétur að sá handtekni sé 13 ára palestínskur drengur.

Í myndbandinu má sjá nokkuð harkalega meðferð lögreglumanns á drenginum en hann setur hann bæði í handjárn og leggur hné í bak hans. Þá sést hann einnig taka drenginn hálstaki sem slær á hendurnar á lögreglumanninum að því er virðist til að láta vita að hann nái ekki andanum. Síðar lyftir hann handleggjum hins handjárnaða drengs nokkuð hátt upp fyrir aftan bak áður en hann fer með hann áleiðis.

Mannlíf heyrði í Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá aðgerðarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðfesti að einn hafi verið handtekinn í mótmælunum en gat ekki fullyrt um aldur þess handtekna. „Ég veit ekki hvaða myndband þú ert að tala um en það voru mótmæli þarna á föstudaginn, ég get staðfest það,“ sagði Kristján Helgi spurður út í myndbandið. Hann hélt áfram: „Þar var fólk að grýta rauðum lit eða málningu á lögreglumenn og jafnvel Stjórnarráðið, ég get staðfest það. Það var einn handtekinn en ég man ekki aldurinn á honum og enn síður að lögreglumenn á vettvangi hafi vitað aldurinn á honum.“ Sagðist Kristján Helgi af þeim sökum ekki getað svarað almennilega um málið, hann þyrfti að sjá myndbandið fyrst. Aðspurður hvort Barnavernd hafi verið gert viðvart sagðist hann ekki vita það en ef að drengurinn er undir lögaldri þá hefur Barnavernd örugglega verið gert viðvart. „Það er bara prótókolið hjá okkur“.

Ekki náðist í Barnavernd Reykjavíkur við gerð fréttarinnar.

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -