Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Lögreglan sögð hafa veist að dökkum unglingi á Ljósanótt: „Er þetta bara enn í gangi árið 2023?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum er sökuð um mismunun vegna kynþáttar er hún stöðvaði för 17 ára pilts á Ljósanótt og spurðu hann hvort hann væri með vopn eða efni á sér.

Móðir 17 ára pilts skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún segir frá því er sonur hennar, sem er hvítur á hörund, fór ásamt vini sínum og jafnaldra, sem er dökkur á hörund, á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Voru þeir fullir tilhlökkunar þegar þeir stigu út úr bíl sem þeir fengu lánaða hjá foreldrum annars þeirra. En spenningurinn hvarf fljótt er, að sögn móðurinnar, „nokkrir lögreglumenn æða að þeim með látum og spurja þennan sem er dökkur á hörun hvort hann sé með efni á sér eða vopn!“ Segir móðirin að drengirnir hafi orðið furðu losnir enda hafi þeir bara verið á göngu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar.

„Þessi sem er dökkur neitar því að hann sé með eitthvað og ætlar að sýna lögreglunni hvað hann sé með í vösunum. Lögreglan öskrar á hann að taka hendurnar upp úr vösunum og ýta honum svo upp að vegg og byrja að leita á honum, 4-6 lögreglumenn og einn hundur,“ skrifar móðirin í færslunni og segir son sinn hafa tekið upp símann til að taka aðför lögreglunnar. „Lögreglan verður brjáluð, segir honum að setja símann niður og hótar að fara með þá upp á stöð því útivistar tími þeirra sé búin!“

Móðirin segir að eftir þetta atvik hafi kvöldið verið ónýtt fyrir þeim og þeir hafi því farið heim. „Er þetta bara en í gangi árið 2023…fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?“ spyr móðirin í færslunni og veltir fyrir sér hvort lögreglan hefði ekki getað farið öðruvísi að: „Hefði ekki bara verið betra ef löglegan hefði stoppað strákana, verið kurteisir, spurt um aldur og séð þá að engin þarna væri undir einhverjum áhrifum og að allir hefðu getað haldið áfram að eiga gott kvöld?“

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

„Árið er 2023!

- Auglýsing -
Tveir 17 ára drengir (annar hvítur en hinn dökkur á hörund) fá bíl lánaðan hjá foreldrum sínum til þess að kíkja í bíltúr á Ljósanótt í Keflavík. Þeir mæta spenntir á svæðið um 22:30 og ætla að rölta aðeins um og skoða mannlífið. Þeir eru rétt svo komnir úr bílnum þegar nokkrir lögreglu menn æða að þeim með látum og spurja þennan sem er dökkur á hörund hvort hann sé með efni á sér eða vopn!
Strákarnir verða furðu losnir enda bara röltandi um í rólegheitunum eins og annað fólk þarna.
Þessi sem er dökkur neitar því að hann sé með eitthvað og ætlar að sýna lögreglunni hvað hann sé með í vösunum. Lögreglan öskrar á hann að taka hendurnar upp úr vösunum og ýta honum svo upp að vegg og byrja að leita á honum, 4-6 lögreglumenn og einn hundur.
Vinur drengsins tekur upp símann sinn og ætlar að taka þetta upp því honum finnst þetta full gróft þar sem þeir voru bara röltandi um í rólegheitunum ný mættir.
Lögreglan verður brjáluð, segir honum að setja símann niður og hótar að fara með þá upp á stöð því útivistar tími þeirra sé búin!
Drengirnir fara strax heim eftir þetta því þarna var búið að skemma fyrir þeim kvöldið og áreita drengina sem voru ekkert að gera.
Er þetta bara en í gangi árið 2023…fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?
Hefði ekki bara verið betra ef löglegan hefði stoppað strákana, verið kurteisir, spurt um aldur og séð þá að engin þarna væri undir einhverjum áhrifum og að allir hefðu getað haldið áfram að eiga gott kvöld?

Fólk má endilega deila!!“

Ekki náðist í lögregluna á Suðurnesjum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -