Mánudagur 16. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Lögreglan sótti Yazan á Barnaspítalann í nótt – Mótmæli boðuð á Keflavíkurflugvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan sótti Yazan Tamimi af Barnaspítalanum rétt í þessu og ætlar sér að brottvísa honum í fyrramálð til Spánar. Mótmæli hafa verið boðuð.

Samtökin No Borders Iceland boða mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt vegna fregna af því að lögreglan hafi komið inn á Barnaspítalann í nótt og sótt þar Yazan Tamimi, 11 ára dreng á flótta frá Palestínu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur skipað lögreglunni að vísa honum úr landi ásamt foreldrum hans, til Spánar í fyrramálið.

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er einn ágengasti og alvarlegasti sjúkdómurinn af þessu tagi en lögmaður fjölskyldunnar hefur lagt fram læknisvottorð sem sýnir fram á að það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið Yazan litla að bana. „Það er líka ljóst að verði rof á þessari þjónustu getur það verið lífshættulegt og stytt hans ævi. Benda má á að 30% drengja með Duchenne vöðvarýrnun deyja í kjölfarið á falli eða hnjaski.” segir í læknisvottorði Yazan. Þá hafa fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin hafa fordæmt brotvísunina.

Samtökin No Borders Iceland boða nú mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt og fram á morgun. Í viðburðalýsingunni á Facebook er fólk hvatt til að grípa til aðgerða „gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -