Það var ýmislegt að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún gerir grein fyrir nokkrum hlutum í dagbók sinni
Einstaklingur sem var nokkuð í glasi hafði komið sér rækilega fyrir í setustofu hótels en viðkomandi var ekki með herbergi á hótelinu. Gerðist þetta í miðbænum.
Fullur bílstjóri var tekinn af lögreglunni en hann var með tvö börn í bílnum. Hringt var á barnavernd en maðurinn var einnig án ökuréttinda.
Þá kviknaði eldur í fjölbýli í miðbænum. Sem betur slasaðist ekki neinn en íbúðin þar sem eldurinn kom upp er mikil skemmd.
Slagsmálahundar voru handteknir í Múlahverfi. Þeim var sleppt eftir skýrslutöku.
Barn var undiráhrifum áfengis í miðbænum. Farið var með það á lögreglustöðina þar sem forráðamenn þess sóttu það.
Unglingapartí í Kópavogi stoppað af lögreglu. Foreldrum og barnavernd var blandað í málið og málið var afgreitt.
Lögreglan aðstoðaði leigubílstjóra sem var með farþega sem vildi ekki borga far.