Lögreglan var kölliuð til vegna hópslagsmála í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti við mbl.is að tveir lögreglubílar hafi verið sendir í FS vegna hópslagsmála sem þar brutust út. Um var að ræða sjö þátttakendur í slagsmálunum.
„Það var tilkynnt um einhverjar ryskingar á milli einhverra aðila. Ekkert meira hef ég í höndum,“ segir Þórir við mbl.is og bætir við að slagsmálin séu nýafstaðin og ekki komin almennileg mynd á atvikinu enn.
Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hermann Borgar Jakobsson staðfesti við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til fyrir þremur vikum vegna hópslagsmála á nýnemakvöldi nemendafélagsins.