Eins og svo oft áður var ýmislegt að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en greint er frá sumum hlutum í dagbók hennar. Sex gistu fangageymslu lögreglu í nótt og var einn af þeim í annarlegu ástandi og hlýddi ekki fyrirmælum. Að venju voru ökumenn stoppaðir fyrir ýmis brot. EInhverjir voru teknir fyrir að tala í farsíma meðan þeir óku án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá var einn sem ók gegn rauðu umferðarljósi. Tilkynnt var um eld á veitingastað en ekki sagt hvaða stað um ræðir. Engin slys á fólki, og litlar skemmdir. Þá voru tveir stöðvaðir fyrir að vera með ólöglegar filmur í bílum sínum og voru þeir bókaðir í skoðun.