Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook fyrir stundu þar sem fram kemur að víða sé hún við umferðaeftirlit þessa dagana og um helgina stöðvaði hún um tvö þúsund ökumenn og athugaði hvort þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Alls reyndust fimm þeirra drukknir og einn undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir allir fluttir á lögreglustöð. Þá var tíu til viðbótar gert að hætta akstri. Að sögn Lögreglunnar tóku flestir ökumenn vel í eftirlitinu enda mikilvægt að tryggja öryggi í umferðinni.
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er víða við umferðareftirlit í umdæminu þessa dagana, en um helgina kannaði hún með ástand um tvö þúsund ökumanna í sérstöku eftirliti með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri. Fimm þeirra reyndust ölvaðir og einn undir áhrifum fíkniefna og voru þeir fluttir á lögreglustöð. Tíu ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri. Þeir höfðu allir neytt áfengis en voru undir refsimörkum.