Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Lögreglan tjáir sig um ítrekuð hópslagsmál við FB: „Sá sem var tekinn í gær var vistaður á Stuðlum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hefur í fjögur til fimm skipti verið kölluð til vegna hópslagsmála við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að undanförnu. Tveir ungir drengir eru sagðir bera höfuðábyrgð á slagsmálunum en búið er að vista annan þeirra á Stuðlum.

Sjá einnig: Sláandi myndskeið af hópslagsmálum við FB: „Eðlilegt að fólki líði illa“

„Ég get staðfest það að einn drengur var tekinn í gær,“ sagði Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi í samtali við Mannlíf. Aðspurður um aldur drengjanna sagði Heimir: „Sá sem var tekinn í gær var vistaður á Stuðlum en hinn er aðeins eldri.“ Stuðlar tekur við 12 til 18 ára ungmennum.

Heimir segir að lögreglan hafi haft afskipti af drengjunum í fjögur eða fimm skipti en í gær hafi sérsveitin verið kölluð til vegna vopnaburðar í slagsmálum sem voru yfirvofandi. Sagði hann að tilkynning um vopnaburð hafi borist í öðrum tilvikum við Fjölbrautaskólann en að lögreglan hafi ekki fundið þau í þeim tilvikum. „Þannig að ég get ekki staðfest að vopn hafi verið á þeim í öðrum tilvikum.“

– En varla eru þessar árásir alveg tilhæfulausar, eða hvað?

„Nei, þarna er um einhvern ágreining á milli hópa að ræða sem við erum bara ekki búnir að ná utan um hvað er. Annar aðilinn ef oft farinn af staðnum þegar við komum en við erum bara að rannsaka hvað er í gangi þarna.“

- Auglýsing -

Hér má sjá myndskeið af einum hópslagsmálunum en viðkvæmir eru varaði við:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -